Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins: Maí

Gripur mánaðarins: Maí

Fyrsti gripur mánaðarins er listaverk eftir Þorbjörgu Þórarinsdóttir frá Ketilsstöðum á Völlum frá árinu 1913.Myndin er sérstök að því leiti að himininn er málaður en landslagið útsaumað. Þessi mynd er með elstu þekktu verkum sem unnin eru með þessari aðferð. Harpa Björnsdóttir listfræðingur hefur rannsakað þessa tegund myndverka og flutti hún fyrr í mánuðinum fyrirlestur um þau í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Hún segir verkin kallast á við þá landslagsdýrkun sem kom fram hjá íslenskum listmálurum á fyrri hluta 20. aldar og tengdist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og styrkingu á sjálfsmynd hennar. 

Mynd Þorbjargar á sér merkilega og viðburðaríka sögu sem lesa má nánar um á Sarpi.