Skip to main content

Hreindýrið komið heim

05. júlí 2016

Í dag var stór dagur á Minjasafninu þegar síðasta viðbótin við sýninguna Hreindýrin á Austurlandi kom í hús.

Þar er um að ræða uppstoppaðan hreindýrstarf sem felldur á Fljótsdalsheiði, nánar tiltekið rétt innan við Þrælaháls, 8. ágúst í fyrra. Tarfurinn sem er hinn glæsilegasti, var stoppaður upp af Reimari Ásgeirssyni, uppstoppara á Egilsstöðum.  

Sýningin Hreindýrin á Austurlandi fjallar um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, um sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun. Á sýningunni er meðal annars hægt að hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna, horfa á gamalt og nýtt kvikmyndaefni tengt hreindýrum, skoða margvíslega gripi og ljósmyndir og frá og með deginum í dag er einnig hægt að virða fyrir sér alvöru hreindýr í návígi. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar tarfinum var komið fyrir á sínum stað í sýningarsal Minjasafnsins. 

20160705 Hreindri 9
20160705 Hreindri 3
20160705 Hreindri 4
20160705 Hreindri 5
20160705 Hreindri 6
20160705 Hreindri 8

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...