Skip to main content

Skólaheimsóknir

27. september 2016

Þegar haustar fækkar ferðamönnunum sem heimsækja Minjasafnið en skólabörnunum fjölgar að sama skapi. Starfskonur Minjasafnsins taka með ánægju á móti nemum á öllum skólastigum. Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar.


Ekki er starfandi safnkennari við safnið en safnverðir geta veitt leiðsögn um sýningarnar sniðna að aldri gestanna. Grunnsýning Minjasafnsins er tvískipt, annars vegar er þar um að ræða sýninguna Sjálfbær eining og hins vegar sýninguna Hreindýrin á Austurlandi. Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér. 

Óski kennarar eftir því að nýta safnkost safnsins sjálfir í tengslum við kennslu eða útbúa verkefni sem tengjast sýningum og tilteknum safngripum geta safnverðir aðstoðað og veitt upplýsingar um það sem leynist hér í sýningarsal og geymslum. Upplýsingar um hluta safnkosts Minjasafnsins má finna á Sarpur.is

Hlökkum til að taka á móti bæði nemendum og kennurum. 

Starfskonur Minjasafns Austurlands

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...