Skip to main content

Bókavaka Safnahússins

02. desember 2016

Hin árlega bókavaka Safnahússins fór fram 1. desember.

Vakan er árlegur viðburður í safnahúsinu og er samstarfsverkefni safnanna þriggja þó starfskonur Bókasafnsins hafi veg og vanda af skipulagningunni. 

Á vökunni var austfirsk útgáfa í öndvegi eins og venjan er og kynntar til leiks bækur gefnar út í fjórðungnum og einnig bækur sem tengjast honum á einhvern hátt. Afar mikil gróska er í bókaútgáfu á Austurlandi um þessar mundir og því var fjallað um fjölda bóka á vökunni. Nokkrir höfundar lásu úr verkum sínum auk þess sem fulltrúar bókaútgáfunnar Bókstarfs og Félags ljóðaunnenda á Austurlandi sögðu frá þeim bókum sem gefnar hafa verið út á þeirra vegum í ár.

Á myndunum má sjá þá sem stigu á stokk á vökunni en þau voru: Agnes Helgadóttir sem kynnti bók föður síns, Helga Hallgrímssonar, Fljótsdælu; Sveinn Snorri Sveinsson sem las úr ljóðabók sinni Götusláttur Regndropanna; Hulda Sigurdís Þráinsdóttir sem las úr ljóðabók sinni Umrót; Jón Pálsson sem las úr bók sinni Valdamiklir menn; Íris Randversdóttir sem las úr bók sinni Músasögur, Sigíður Lára Sigurjónsdóttir sem kynnti bækur frá bókaútgáfunni Bókstaf og Magnús Stefánsson sem kynnti bækur sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út á árinu. Auk þeirra las Dísa María Egilsdóttir upp úr bókinni Austfirskar tröllasögur sem Gunnarsstofnun gefur út. 

2016 12 1 Bokavaka6
2016 12 1 Bokavaka7
2016 12 1 Bokavaka5
2016 12 1 Bokavaka4
2016 12 1 Bokavaka1
2016 12 1 Bokavaka2
2016 12 1 Bokavaka3

Síðustu fréttir

Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...
Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti
30. desember 2023
Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar veri...