Minjasafnið fær styrki úr Safnasjóði

Úthlutað hefur verið úr Safnasjóði fyrir árið 2017. Minjasafn Austurlands fékk tvo styrki að þessu sinni. 

Safnið fékk verkefnastyrk til að láta forverja textíla úr eigu Jóhannesar Kjarvals listmálara. Á síðasta ári fékk safnið til varðveislu nokkuð magn gripa úr eigu Kjarvals, meðal annars föt, hatta og fleiri textíla. Tilgangur verkefnisins er tryggja að ástand, pökkun, umhverfi og varðveisla þessara gripa verði eins og best verður á kosið. Þórdís Baldvinsdóttir, textílforvörður mun annast verkefnið og er reiknað með að því verði lokið í haust.

Þá fékk Minjasafnið einnig 1.000.000 kr. rekstrarstyrk sem mun nýtast safninu afar vel. Framundan er mikil vinna við að skipuleggja nýtt varðveislurými safnsins að Tjarnarási 9 og endurskipuleggja gamla varðveislurýmið í Safnahúsinu. Rekstarstyrkurinn verður nýttur í það viðamikla verkefni.

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar úr Safnasjóði að fenginni umsögn Safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu. Alls bárust umsóknir um styrki til 146 verkefna en úthlutað var til 86 verkefna. Þá fengum 38 viðurkennd söfn rekstrarstyrk. Nánari upplýsingar um úthlutunina má finna hér.