Skip to main content

Alþjóðlegi safnadagurinn

16. maí 2017

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim 18. maí. Þema dagsins í ár er: Söfn og umdeildar sögur - að segja það sem ekki má segja í söfnum.

Í tilefni dagsins vekur Minjasafnið sérstaka athygli á ljósmyndasýningunni Minningar um torfhús sem nú stendur yfir í Safnahúsinu. Á sýningunni eru 25 ljósmyndir sem franski fornleifafræðingurinn Sandra Coullenot hefur tekið af gömlum byggingum vítt og breitt um Ísland. Ljósmyndirnar eru hluti af doktorsverkefni Söndru en í rannsóknum sínum skoðar hún m.a. hvort og hvernig torfhús hafa haft áhrif á íslenska sagnahefð og notar til þess bæði aðferðir þjóðfræði og fornleifafræði.

Sandra vonast til að sýningin veki upp minningar og hugrenningar sem sýningargestir tengja við torfhús. Sérstakur minningarkassi er á sýningunni og eru gestir hvattir til að skrifa hugrenningar sínar á miða sem hægt er að stinga í kassann, bæði jákvæðar sögur og líka "sögur sem ekki má segja".

Sýningin er á neðstu hæð Safnahússins fyrir framan Héraðsskjalasafnið. Hún er sett upp í samstarfi við söfnin í Safnahúsinu og Gunnarsstofnun á Skiðuklaustri.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...