Skip to main content

Hvatningarverðlaun Haukssjóðs

31. maí 2017

Á dögunum voru veittar viðurkenningar úr Haukssjóði, minningarsjóði um Hauk Stefánsson listmálara. 

Haukur Stefánsson fæddist árið 1901 á Rjúpnafelli í Vopnafirði. Ungur sigldi hann með móður sinni til Vesturheims og eyddi þar uppvaxtarárum sínum og stundaði myndlistarnám í Winnipeg og Chicago. Árið 1932 flutti hann aftur heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Jósefsdóttur sem hann hafði kynnst þegar hann heimsótti föðurlandið árið 1930 í tilefni Alþingishátíðarinnar. Þau hjón settust að á Akureyri þar sem hann lagði stund á húsamálun og teiknikennslu auk listmálunnar. Haukur lést árið 1953.

Árið 1996 stofnaði fjölskylda Hauks svokallaðan Haukssjóð sem var ætlað að efla myndlist á Austurlandi með viðurkenningum og bókagjöfum og voru forstöðumenn Minjasafns Austurlands og Bókasafns Héraðbúa skipaðir umsjónarmenn sjóðsins. Í samræmi við markmið sjóðsins var ákveðið að gefa nemendum sem útskrifast af listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum eintök af bókinni Haukur Stefánsson sem gefin var út í tengslum við sýningu á verkum hans í Listasafninu á Akureyri. Gjöfin er hugsuð sem hvatning til nemendannatil að halda áfram göngu eftir stígum listarinnar.

Á þessu skólaári hafa fimm nemendur útskrifast af listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum og fengu þeir allir hvatningarverðlaun sjóðsins. Nú í vor úrskrifuðust fjórir nemendur, þau Kristrún Björg Nikulásdóttir, Natalía Gunnlaugsdóttir, Reynir Rafn Gunnarsson og Sandra Bjök Steinarsdóttir. Um jólin útskrifaðist einn nemandi af listnámsbraut, Przemyslaw Czech. Haukssjóður óskar þeim og öðrum stúdentum, til hamingju með áfangann. 

Mynd: Útskriftarnemar vorið 2017, www.me.is

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...