Ljóð á vegg í Safnahúsinu

Safnahúsið tekur þátt í verkefninu Ljóð á vegg en þetta er í sjötta sinn sem hús og byggingar á Egilsstöðum og Fellabæ eru skreytt með ljóðum.

Í ár er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum árið 1947 og segja má að þéttbýlismyndun hafi hafist við Lagarfljótið. Í tilefni þessa ákvað stjórn verkefnisins að velja ljóð og kvæði eftir einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa búið á Fljótsdalshéraði í lengri eða skemmri tíma. Öll skáldin nema tvö eru fædd fyrir 1947. Skáldin sem nú eiga ljóð eða kvæði eftir sig upphangandi eru Arnar Sigbjörnsson, Hildigunnur Valdimarsdóttir, Katrín Málfríður Eiríksdóttir, Jón Sigfússon, Sigurður Óskar Pálsson, Margrét Sigfúsdóttir, Bragi Björnsson, Sævar Sigbjarnarson, Sólrún Eiríksdóttir, Hreinn Halldórsson, Ásta Jónsdóttir, Sigfús Guttormsson, Ágústa Ósk Jónsdóttir. 

Í Safnahúsinu má lesa ljóðið Engin saga eftir Ágústu Ósk Jónsdóttir. Ljóðið fjallar um sveina sem álfameyjar hafa lokkað til sín og yngismeyjarnar sem biðu þeirra heima í byggð. Ljóðið sómir sér vel í anddyrinu á miðhæð hússins fyrir ofan listaverk Ingibjargar Helgu Ágústdóttur en eins og Ágústa sótti hún innblástur í þjóðsögurnar, nánar tiltekið í söguna um Lagarfljótsorminn. 

Nánari upplýsingar um verkefni og hvar ljóðin er að finna má sjá hér.