Skip to main content

Skólaheimsóknir

20. september 2017

Þó ekki sé langt liðið á skólaárið eru skólahópar af öllum skólastigum farnir að heimsækja safnið.

Í dag kom hópur frá leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum en Minjasafnið mun eins og undanfarin ár vera í sérstöku samstarfi við Tjarnarskóg. Í því felst að allir nemendur fæddir árið 2014 munu koma í fjórar heimsóknir á safnið yfir veturinn þar sem þau munu kynnast lífinu í gamla daga frá mismunandi hliðum. Fyrsti hópurinn kom á safnið í dag og kynnti sér húsakost fólks í gamla daga. Þau skoðuðu baðstofuna frá Brekku í Hróarstungu, veltu fyrir sér hvernig það var að búa í húsi með engu rafmagni og engu klósetti og hvernig það var að sofa í baðstofu. Þau fengu einnig að leika sér með leikföng fyrri tíma og var ekki annað að sjá en að leikföngin féllu vel í kramið. 

Starfskonur Minjasafnsins taka með ánægju á móti nemum á öllum skólastigum. Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...