Skip to main content

Jólastemmning í Safnahúsinu.

10. desember 2017

Það var líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar hin árlega jólasamkoma Þjónustusamfélagsins á Héraði fór fram. 

Samkoman hófst í Tjarnargarðinum þar sem jólasveinar skemmtu gestum og boðið var upp á heitt kakó og kaffi. Eftir að dagskránni í Tjarnargarðinum lauk lá leið gestanna í Safnahúsið þar sem Minjasafnið og Bókasafnið höfðu opnað dyr sínar upp á gátt. Frítt var inn á sýningar Minjasafnsins og á Bókasafninu var lesið upp úr nýútkomnum barnabókum. Á neðstu hæðinni hafði ljósmyndari Myndsmiðjunnar sett upp ljósmynda studio þar sem gestir og gangandi gátu látið mynda sig með jólasveini. Samkoman var afar vel sótt og jólabros á hverju andliti. Myndirnar tala sínu mál:

 

20171210 Jolasamkoma5
20171210 Jolasamkoma6
20171210 Jolasamkoma7
20171210 Jolasamkoma2
20171210 Jolasamkoma4
20171210 Jolasamkoma3
20171210 Jolasamkoma1
20171210 Jolasamkoma8

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...