Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrki

13. febrúar 2018

Minjasafnið fékk tvo styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands sem úthlutað var úr í dag.

Úthlutunin fór fram í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði að viðstöddu fjölmenni. Minjasafnið fékk tvo styrki að þessu sinni, annars vegar 300.000 krónur til að taka þátt í samstarfsverkefninu Nr. 2 Umhverfing en þar er á ferð myndlistarsýning með verkum eftir listamenn sem tengjast Fljótsdalshéraði sem sett verður upp í óhefðbundnum rýmum sumarið 2018. Hins vegar fékk safnið 400.000 krónur til að ráðast í viðhald og endurbætur á sumarhúsi Kjarvals í Kjarvalshvammi en Minjasafnið er umsjónaraðili húsanna í hvamminum. Á fékk verkefni Austfirskt fullveldi 500.000 króna styrk en þar er á ferð samstarfsverkefni safna og fræðslustofnan á Austurlandi í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Minjasafnið kemur að því verkefni. 

Áður hafði Nr. 2 Umhverfing fengið 200.000 króna styrk frá Fljótsdalshéraði og Landsvirkjun hafði veitt Minjasafninu 300.000 kónur í viðhald á sumarhúsi Kjarvals. 

Við þökkum fyrir stuðninginn og hlökkum til að takast á við þessi spennandi verkefni. 

Hér má lesa nánar um úthlutun Uppbyggingarsjóðs og þau verkefni sem fengu styrk. 

Mynd: Austurbrú

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...