Skip to main content

Hreindýrasérfræðingar framtíðarinnar

12. apríl 2018

Góðir gestir mættu á Minjasafnið í dag til að skoða sýninguna Hreindýrin á Austurlandi.

Þar voru á ferð krakkarnir í öðrum bekk í Egilsstaðaskóla en þau hafa undanfarið verið að læra um hreindýr. Það var greinilegt að þau höfðu fylgst vel með í skólanum því þau kunnu skil á flestu sem fyrir augu bar. Eftir að hafa gengið um sýninguna og skoðað myndir, mælitæki, verkfæri, horn og fleira áhugavert, að ógleymdum sjálfum hreindýrstarfinum, geystust þau um sýninguna í "safnarallýi", verkefni sem er hluti af námsefninu sem Kennarinn vann fyrir Minjasafnið. Loks enduðu krakkarnir á að horfa á teiknimyndina Bjartur og Hreindýrið eftir Láru Garðarsdóttur en hún byggir á hreinreið Bjarts í Sumarhúsum úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. 

Við minnum á námsefni Minjasafnsins og Kennarans sem aðgengilegt er hér. Þar er að finna mismunandi námsefnispakka fyrir alla bekki grunnskólans sem bæði er hægt að nýta sem stuðning við heimsóknir á safnið eða bara sem sjálfstæð verkefni heima í skólastofunni. Við tökum fagnandi á móti skólahópum, hægt er að bóka heimsóknir á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1412. 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...