Skip to main content

BRAS á Minjasafninu

07. september 2018

Minjasafnið tekur þátt í barnamenningarhátíðinni BRAS sem fram fer á Austurlandi í fyrsta sinn nú í september.

Hátíðin fer fram víðsvegar í fjórðungnum og í boði verður fjölbreytt dagskrá með vinnusmiðjum, leiksýningum, tónleikum og myndlistarsýningum í samstarfi við fjölmargar stofnanir. Minjasafnið lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja. Á opnunardegi hátíðarinnar, laugardaginn 8. september, verður upp á barnaleiðsagnir um sýningarnar Nr. 2 Umhverfing og Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? frá kl. 15:00-16:30. Þá mun safnið standa fyrir viðburði miðvikudaginn 26. september undir yfirskriftinni BRASað á Minjasafninu. Þá mun Berglind sagnakona leiða gesti um sýninguna Austfirskt fullveldi - sjálfbært fullveldi? með leik og sögum; gestum verður boðið að prófa ýmsa leiki og þrautir frá fyrri tíð og síðast en ekki síst fá ungir gestir að athuga hvort í þeim leynist kannski fornleifafræðingar framtíðarinnar í sérstakri fornleifasmiðju. 

 Nánari upplýsingar um hátíðina og dagkskrá hennar má finna hér.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...