Skip to main content

Fjölskyldusamvera í byrjun aðventu

17. desember 2018

Minjasafnið og Bókasafnið stóðu saman að fjölskyldusamverustund í byrjun aðventu. Þá var börnum og fjölskyldum þeirra boðið að heimsækja söfnin og leika sér og leysa þrautir í friði frá jólastressi. Meðal þess sem boðið var upp á var jólasveinaratleikur um Minjasafnið sem vakti mikla lukku. Hann fólst í því að leita að þrettán litum jólasveinum, grýlu, leppalúða og jólakettinum en öll höfðu þau falið sig í nálægð við hluti sem tengdust áhugamálum þeirra. Þá var einnig hægt að spila jólabingó, föndra jólaskraut, fræðast um börnin hennar Grýlu og að sjálfsögðu svignuðu hillur bókasafnsins undan jólabókunum. Fjöldi barna og foreldra lagði leið sína á söfnin þennan dag og ekki annað að sjá en að allir væru í sannkölluðu jólaskapi. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...