Skip to main content

Safnfræðsla í desember

17. desember 2018

Nú á aðventunni hefur oftar en ekki mátt sjá litlar gulklæddar verur á ferðinni við Safnahúsið.

Þar hafa ekki verið á ferð gulklæddir jólasveinar eða aðrar jólaverur heldur börn úr leik- og grunnskólum á Fljótsdalshéraði en yfir 150 nemendur hafa heimsótt Minjasafnið í desember og fengið fræðslu um jólahald í gamla daga með sérstakri áherslu á áhugamál jólasveinanna. Mörg þeirra hafa einnig unnið með námsefni Minjasafnsins en nýr námsefnispakki fyrir yngsta stig grunnskóla leit dagsins ljós í byrjun desmber. Þar er þemað einmitt jól og jólahald í gamla daga.

Heimsóknirnar hafa allar verið afar ánægjulegar og við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna. 

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...