Starfsstefna

Starfsstefna Minjasafns Austurlands, 2014-2018


Hlutverk og markmið Minjasafns Austurlands eru:

 • að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka minjar um austfirska búhætti, atvinnulíf og daglegt líf og sinna forvörslu safnskosts í samræmi við leiðbeiningar og kröfur höfuðsafns.
 • að skrá í viðurkennt skráningarkerfi (Sarp) samkvæmt leiðbeiningum höfuðsafns, alla muni er því berast, merkja þá, lýsa þeim og gera sem gleggsta grein fyrir sögu þeirra og uppruna.
 • að efla, með fjölbreyttu sýningahaldi, fræðslu og miðlun, áhuga almennings fyrir því að varðveita hvers kyns sögulegar minjar um mannlíf á Austurlandi. Höfða ber til allra aldurshópa í því markmiði.
 • að sinna safnfræðslu og taka á móti skólahópum í skipulögðum námsferðum (án gjaldtöku).
 • að halda sýningar á munum safnsins í húsnæði safnsins í Safnahúsinu og utan þess (að uppfylltum kröfum um varðveislu og forvörslu muna).
 • að hafa samstarf við önnur söfn, setur og safnvísa á Austurlandi um mótun safnastarfs á svæðinu og um söfnun og sýningahald.
 • að stunda rannsóknir og miðlun og taka þátt í samstarfi við rannsókna-, og menntastofnanir, bæði svæðisbundið og á landsvísu og alþjóðlega, eins og kostur er.

Eftirtalin atriði verða meginmarkmið og kjarninn í starfi Minjasafnsins næstu fjögur árin

Daglegur rekstur og húsnæðismál

 • Umbætur og hagræðing í rekstri safnsins
 • Lagfæringar á húsnæði (Safnahúsinu)
 • Umbætur á starfsaðstöðu starfsfólks
 • Bættur tækni- og tækjabúnaður safnsins
 • Umbætur og fegrun á umhverfi Safnahússins

Fjármál

 • Bæta fjárhagsstöðu safnsins í samvinnu við eigendur þess
 • Sækja um viðbótarstyrki til sérverkefna og samstarfs

Safnvarsla

 • Yfirfara og bæta geymslu- og forvörslumál
 • Móta og framfylgja söfnunarstefnu og markvissri söfnun gripa
 • Skráningarmál, skráning í Sarp
 • Stafræn ljósmyndun safnkosts og miðlun á vefnum

Sýningahaldið

 • Mótun sýningarstefnu er snýst í meginatriðum um að tengja saman með fjölbreyttum hætti gripi úr safni Minjasafnsins og fræðilegar rannsóknir og alþýðuþekkingu á Austurlandi
 • Viðhald og uppsetning sýninga
 • Yfirferð og regluleg endurskoðun og endurbætur á grunnsýningu
 • Uppsetning sérsýninga
 • Munir úr fórum Minjasafns
 • Lánsmunir/farandsýningar
 • Móttaka gesta, heimamanna, ferðamanna og skólahópa

Útgáfa

 • Útgáfa og miðlun á kynningar- og fræðsluefni um safnið og safnkostinn

Safnfræðsla

 • Veita safnfræðslu og móta stefnu um samstarf við skóla á safnsvæðinu og koma á samstarfi milli safnsins og skólanna

Stefnumótun, rannsóknir, tengsl og samstarf

 • Stefnumótunarstarf í ljósi nýrra safnalaga
 • Skapa tengsl og samstarf milli safna, setra og safnvísa á Austurlandi
 • Efla samstarf við Þjóðminjasafn Íslands og söfn í öðrum landshlutum
 • Koma á tengslum og samstarfi við „systurstofnanir“ í nágrannalöndunum
 • Móta stefnu um samstarf við rannsóknastofnanir á Austurlandi og koma á samstarfi
 • Skapa tengsl og samvinnu við sjálfstætt starfandi fræðimenn og alþýðugrúskara, bæði fyrir austan og víðar um landið eins og tilefni er til.
 • Styrkja samband Minjasafnsins við samfélagið á safnsvæðinu (Austurlandi, í Múlasýslum) og koma á gagnvirku samstarfi um tiltekna þætti í sögu og menningu Austurlands.
 • Koma á tengslum og samstarfi við íslenskar háskólastofnanir og rannsóknasetur háskóla
 • Efla rannsóknir á vegum Minjasafnsins og athuga möguleika á tengslum við rannsóknanet, innlend og erlend, og skapa samstarfsvettvang á sviði rannsókna, eins og við á innan ramma starfsemi Minjasafnsins
 • Skapa tengsl og samstarf við ýmsar háskólagreinar sem leggja stund á rannsóknir á sögu lands og þjóðar og hafa í boði starfsaðstöðu og samstarfsverkefni fyrir háskólanema sem vilja stunda rannsóknir á efniviði sem tengist Austurlandi eða safnkosti Minjasafnsins
 • Koma á góðum tengslum við Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands vegna fornleifa á Austurlandi