• Hreindýradraugur #3
 • Eyibyli
 • Kjarval
 • 2019 Namsefni Slider
 • Hreindýrin á Austurlandi
 • Sjálfbær eining

  September runninn upp og allt komið í rútínu! Eftir langt og ljúft sumarfrí er skólinn því aftur hafinn og allt gengur sinn vanagang. Margt hefur breyst á síðustu árum og áratugum hvað varðar kennsluhætti og skólagöngu barna en árið 1907 voru í fyrsta sinn sett lög um skólaskyldu á Íslandi. Hún hefur síðan þá lengst úr fjórum og upp í tíu ár.

  Gripur septembermánaðar tengist einmitt skólagöngu en hann var gefinn á safnið af Vilhjálmi Hjálmarssyni (1914-2014) frá Brekku í Mjóafirði. Þetta skemmtilega skólaspjald sem sýnir mynd af beinagrind manns var keypt í grunnskólann í Mjóafirði í kringum 1930 og man Vilhjálmur eftir því að hafa notað það í kennslu þar 1936-47 sem og 1956-67. Það hefur því nýst ansi vel við skólann og eflaust mikið lengur en það. Spjaldið er eitt af fjölmörgum sem Vilhjálmur gaf á safnið árið 1985.    

  Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

  Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.

  vefbordi fyrir sarp 945 x 250

  Opnunartímar

  1. sept - 31.maí
  Þriðjudaga - föstudaga: 11:00-16:00

  1. júní - 31. ágúst
  Alla daga: 10:00-18:00

  Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.

  Aðgangseyrir:

  18 ára og eldri: 1500 kr
  17 ára og yngri: Frítt
  Eldri borgarar, öryrkjar, nemar: 1000 kr. 
  Hópar með 10 manns eða fleiri: 1000 kr. á mann.

  Minjasafn Austurlands WiFi

  Í anddyri Minjasafnsins er hægt að tengjast þráðlausu neti hússins.