
Jólaljós, á hvaða formi sem er, eru ómissandi á jólunum enda fylgir þeim hátíðleiki og ró.
Hér áður fyrr var mikið lagt upp úr því að kveikja ljós í hverjum krók og kima á aðfangadagskvöld og láta ljósin svo loga á jólanótt. Gamall siður var að gefa bönum kerti en kertaljósin voru dýrindisljós á meðan lýsislamparnir og steinkolurnar voru aðalljósin, því loginn var mun bjartari. Gripur dagsins í dag er einmitt hvít, græn, gul og rauð jólakerti í upphaflegri pakkningu frá Sápuverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri en hann kom frá Geirastöðum 1 í Hróarstungu.
Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, sem og daganna á undan, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins.
Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.
Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.