• Eyibyli
 • Kjarval
 • 2019 Namsefni Slider
 • Hreindýrin á Austurlandi
 • Sjálfbær eining

  Á mörgum heimilum eru jóla- og nýárskveðjurnar í útvarpinu ómissandi partur af jólahaldinu.

  Frá því árið 1932 hefur Ríkisútvarpið sent út jóla- og nýárskveðjur á Þorláksmessu og voru þær upprunalega ætlaðar þeir sem voru fjarri heimahögum sínum. Jólakveðjunum fór sífjölgandi og nýtur það enn mikilla vinsælda að senda kveðju á þennan hátt. Gripur dagsins í dag er blátt og hvítt útvarp af gerðinni Normende Mambino. Framan á því er málmlitað net fyrir hátalara og einnig kringlótt skífa þar sem hægt var að skipta á milli stöðva. Ofan á útvarpinu er síðan handfang. Gamaldags slökkvari hefur verið settur aftan á tækið til að kveikja og slökkva. Líklegt er að útvarpið sé frá 6. áratugnum. Kemur frá Sturluflöt í Fljótsdal.

  Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, sem og daganna á undan, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. 

  Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

  Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.

  vefbordi fyrir sarp 945 x 250

  Opnunartímar

  1. júní - 31. ágúst: 
  Alla daga: 10:00-18:00

  1. september - 31. maí:
  Þriðjudaga - föstudaga: 11:00-16:00

  Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.

  Aðgangseyrir:

  18 ára og eldri: 1500 kr
  17 ára og yngri: Frítt
  Eldri borgarar, öryrkjar, nemar: 1000 kr. 
  Hópar með 10 manns eða fleiri: 1000 kr. á mann.

  Minjasafn Austurlands WiFi

  Í anddyri Minjasafnsins er hægt að tengjast þráðlausu neti hússins.