• Safnaverdlaun Slider
 • Kjarval
 • 2019 Namsefni Slider
 • Hreindýrin á Austurlandi
 • Sjálfbær eining

  Aðfangadagur jóla er nú runninn upp og þar með opnast síðasti gluggi jóladagatals Minjasafnsins.

  Í glugganum leynist þetta glæsilega heimasmíðaða jólatré sem kemur frá Bessastaðagerði í Fljótsdal, en María Pétursdóttir gaf það til safnins. Minntist hún þess þegar faðir hennar, Pétur Þorsteinsson, fór til rjúpna og tók þá með hvítan taupoka sem hann tíndi í eini sem tréð var síðan skreytt með. Var það notað vel fram yfir 1960 þegar lifandi tré tóku við. Lengi vel uxu grenitré ekki villt á Íslandi og varð fólk því að smíða þau sjálf. Þau voru yfirleitt máluð rauð eða græn og skreytt með efniviði úr náttúrunni, til að mynda eini og lyngi. Einnig tíðkaðist að þau væru vafin með glanspappír. Til að setja punktinn yfir i-ið voru kerti brædd föst á greinarnar. Uppruna jólatrésins má rekja langt aftur í aldir en í dag eru jólatré ómissandi þáttur í jólahaldi flestra. Hér má lesa ýtarlegri fróðleik um jólatrén og þennan merkilega sið.

  Um leið og við þökkum þér fyrir að fylgjast með jóladagatali Minjasafnsins, viljum við óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

  Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

  Ýtið hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.

  vefbordi fyrir sarp 945 x 250

  Opnunartímar

  1. september - 31. maí:
  Þriðjudaga - föstudaga: 11:00-16:00

  1. júní - 31. ágúst: 
  Alla daga: 10:00-18:00

  Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.

  Aðgangseyrir:

  18 ára og eldri: 1500 kr*
  *ATH: Út ágúst býður safnið 20% afslátt af almennu miðaverði til þeirra sem gista á Fljótsdalshéraði í eina nótt eða fleiri. 

  17 ára og yngri: Frítt
  Eldri borgarar, öryrkjar, nemar: 1000 kr. 
  Hópar með 10 manns eða fleiri: 900 kr. á mann.

  Minjasafn Austurlands WiFi

  Í anddyri Minjasafnsins er hægt að tengjast þráðlausu neti hússins.