Jóladagatal Minjasafnsins - 1. desember

Í desember ætlum við á Minjasafninu að telja niður til jóla með því að fjalla um 24 gripi úr safnkosti safnsins sem allir tengjast jólunum. Við byrjum í dag með grip sem á svo sannarlega vel við þetta litla verkefni okkar.

Þar er um að ræða lítið jóladagatal. Dagatalið er úr þunnum pappa og hægt er að leggja það saman. Þegar það er opnað blasir við lukkuhjól sem hægt er að snúa og myndir af margvíslegum vinningum. Svo eru að sjálfsögðu 24 gluggar til að opna einn og einn fram að jólum. Aftan á dagatalinu er texti á dönsku, þýsku og ensku sem er eitthvað á þessa leið í íslenskri þýðingu: 

 Jóladagatal með lukkuhjóli
Með þessu jóladagatali getur þú leikið þér með lukkuhjól og kannski vinnurðu einmitt það sem þig langaði í í jólagjöf - það eru verðlaun í boði ef hjólið stoppar á bókstaf og þú mátt velja vinning sem byrjar á þeim bókstaf - en mundu, þetta er bara leikur. Þú getur leikið þér alveg fram á aðfangadagskvöld. Góða skemmtun!

20181201 1des1
20181201 1des2
20181201 1des3

Frekari upplýsingar um gripinn má finna á Sarpi