Jóladagatal Minjasafnsins - 2. desember

Jólaljós hafa í gegnum tíðina skipað stór hlutverk í kringum hátíðirnar enda jólin hátíð ljóss og friðar. Hér áður fyrr trítluðu börnin um bæinn með tólgarkertin sín en seinna urðu jólaseríur ómissandi hluti af jólahaldinu.

Í öðrum glugga jóladagatals Minjasafnsins leynist þessi jólasería. Á seríunni eru fimmtán perur og utan um hverja er bjalla sem skreytt er með límmiða. Seríur sem þessar voru framleiddar á Reykjalundi á árunum 1950 -1965. Seríurnar voru til á mörgum heimilum og margir tengja fyrstu minningar sínar um jólaseríur við bjölluseríur frá Reykjalundi. Við vitum meira að segja af samskonar seríum sem eru í góðu lagi enn í dag. 

1584708

Nánari upplýsingar um þennan grip er að finna á sarpi. 

Smelltu hér til að sjá hvað leyndist í öðrum gluggum dagatalsins.