Jóladagatal Minjasafnsins - 3. des

Í ár fagna Íslendingar því að hundrað ár eru liðin frá því að landið fékk fullveldi. Hátíðarhöldin náðu hámarki nú um helgina, á sjálfan fullveldisdaginn, og þá mátti víða sjá fána blakta við hún í hríðinni. 

Það er því vel við hæfi að gripur dagsins sé þessi forláta jólasveinn því ef vel er að gáð gæti sveinki verið að fagna fullveldinu. Við fyrstu sýn virðist vera um að ræða hinn rauðklædda ameríska svein og víst er að þessi er ekki klæddur á þann hátt sem hinir íslensku bræður voru vanir að klæðast hér í denn. Þegar betur er að gáð má þó sjá að þessi sveinn er afar þjóðlegur enda heldur hann á íslenskum fáum í sitt hvorri hendinni. Sveinninin er líka sprellikarl svo hann hefur eflaust glatt börnin sem hann áttu með sprelli sínu. 

1724225

Nánari upplýsingar um gripinn má finna á Sarpi. 

Smelltu hér til að sjá hvað leyndist í öðrum gluggum dagatalsins.