Jóladagatal Minjasafnsins - 4. desember

Þá er 4. desember genginn í garð og eflaust margir farnir að baka til jólanna. Í fjórða glugga jóladagatals Minjasafnsins leynist nokkuð sem er ómissandi í baksturinn.

Í glugganum leynast þrjár tegundir af smjöri. Reyndar er ofsögum sagt að hér sé um alvöru smjör að ræða, þetta eru bara sýnishorn af umbúðum sem notaðar voru utan um smjör sem framleitt var hjá Mjólkurstöð Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum.

Í hugum margra eru jólasmákökurnar ómissandi um jólin og smjörið er ómissandi í jólabaksturinn. Á fyrri hluta 20. aldar fór að færast í vöxt að húsmæður bökuðu smákökur og tertur í stórum stíl fyrir jólin. Líkleg ástæða þess að jólabakstur varð svona vinsæll á þessum tíma er sjálfsagt sú að þá fyrst var hægt að nálgast ýmiss konar hráefni sem í baksturinn þurfti og bakarofnar voru orðnir almenn eign á heimilum. Allur bakstur varð þar með auðveldari og því tilvalið að baka alls kyns kökur og sætindi til að narta í um jólin.

1469592

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leyndist í öðrum gluggum dagatalsins með því að smella hér.

Heimild