Jóladagatal Minjasafnsins - 5. desember

Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil, segir í kvæðinu og víst er að jólagjafirnar skipa stórt hlutverk í hátíð ljóss og friðar. 

Í fimmta glugga dagatals Minjasafnsins er þetta fallega bollastell sem eflaust hefði passað vel í velvalinn jólapakka. Bollastellið er komið úr verslun Pálínu Waage á Seyðisfirði en Minjasafn Austurlands varðveitir marga muni úr þeirri sögufrægu búð.

Svo skemmtilega vill til að í dag var jólasýning Minjasafnsins formlega opnuð í skápnum fyrir framan Bókasafnið á þriðju hæð Safnahússins. Hana nefnum við Jólaglugga verslunar Pálínu Waage og eins og nafnið bendir til höfum við sett upp búðarglugga með jólavörum úr versluninni.

Plna Waage

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér