Jóladagatal Minjasafnsins - 9. desember

"Á öðrum sunnudegi aðventunnar alhliða hreinsunarstarf á sér stað" segir í kvæðinu Nú mega jólin koma fyrir mér eftir Braga Valdimar Skúlason. 

Jólabaðið er ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum þó flestir bíði með það þar til á aðfangadag en klára það ekki frá á öðrum sunnudegi í aðventu eins og maðurinn í kvæði Braga. Eitt er víst, og það er að þegar farið er í jólabað er betra að vera með góða sápu við höndina. Gripur dagsins í jóladagatali Minjasafnsins er einmitt Sól sápa. 

Sólsápur voru framleiddar hjá Sápuverksmiðjan Sjöfn sem sem framleiddi sápu, þvottaefni og ýmsar hreinlætisvörur. Fyrirtækið var eitt af fyrirtækjum SÍS en það var stofnað á Akureyri árið 1932 af SÍS og KEA. Á kassanum er verðmiði með SÍS merki og hefur sápan kostað 45 krónur. 

9.des Dagatal

Meira um gripinn á Sarpi. 

Hér má hlýða á lagið Nú mega jólin koma fyrir mér í flutningi Sigurðar Guðmundssonar og Mempfismafíunnar. 

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér