Jóladagatal Minjasafnsins - 10. desember

Jólaljós, á hvaða formi sem er, eru ómissandi á jólunum enda fylgir þeim hátíðleiki og ró.

Hér áður fyrr var mikið lagt upp úr því að kveikja ljós í hverjum krók og kima á aðfangadagskvöld og láta ljósin svo loga á jólanótt. Síðar voru jólatrén skreytt með lifandi ljósum en í dag eru þau skreytt með rafmagnsseríum enda varasamt að hafa logandi kerti á mikið skreyttum jólatrjám. 

Gripur dagsins er þessi kertapakki frá kertaverksmiðjunni Hreini en þar hófst kertaframleiðsla árið 1920. Pakkinn innheldur falleg, lítil, snúin kerti í mörgum litum og hafa þau eflaust hentað afar vel á gamalsdags jólatré á sínum tíma.

Farið varlega með kertin yfir hátíðirnar.

1563870

Meira um gripinn á Sarpi.

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér