Jóladagatal Minjasafnsins - 11. des

Í kvöld er kominn tími til að setja skóinn út í glugga því von er á Stekkjastaur í nótt. 

Sá siður að setja skóinn út í glugga í von um gjafir á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir til sagna um Heilagan Nikulás. Siðurinn er þó ekki ýkja gamall hér á landi en vitað er um dæmi fyrir árið 1930. Þetta mun þó ekki hafa orðið almennur siður fyrr en eftir miðja 20. öld. Meira má lesa um uppruna skógjafa hér og hér.

Gripurinn sem leynist í 11. glugga jóladagatals Minjasafnsins hefur líklega aldrei verið settur út í glugga en hefur þó marga fjöruna sopið. Hér er um að ræða tréskó sem kom í trollið á togarnum Berki NK einhvern tíma á árunum 1970-1979. Skórinn er illa farinn og ormaétinn en gæti þó mögulega þjónað tilgangi sem skór í glugga. 

11.des Skor
11.des Skor2

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér