Jóladagatal Minjasafnsins - 12. desember

Í 12. glugga jóladagatalsins leynast leikföng sem hafa ratað í ófáa jólapakka um víða veröld í gegnum árin. 

Það eru LEGO-kubbarnir sívinsælu. Framleiðsla á LEGO kubbum úr plasti hófst árið 1949 en fram að því hafði fyrirtækið LEGO framleitt leikföng úr tré. Kubbarnir nutu strax mikilla vinsælda og ekki leið á löngu uns þeir bárust til Íslands. 

Kubbarnir sem er í glugga dagatalsins er frá sjöunda áratugnum. Ef vel er að gáð má sjá að útlit þeirra er örlitið öðruvísi en útlit LEGO kubbanna sem framleiddir eru í dag. T.d. eru þeir með raufir á hliðunum sem ekki eru á kubbum dagsins í dag. 

12.12.LEGO

Meira um gripina á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér