Jóladagatal Minjasafnsins - 14. des

Verslanir eru oftar en ekki einkar duglegar að skreyta fyrir jólin og geta jólaútstillingar í búðargluggum verið mikið augnayndi. 

Gripurinn sem leynist í 14. glugga jóladagatals Minjasafnsins er þessi föngulegi jólasveinn sem kemur úr fórum Pálínu Waage sem rak Verslun E.J. Waage á Seyðisfirði um árabil. Að öllum líkindum hefur Pálína búið sveininn til sjálf og saumað á hann fötin en hún var mikil hannyrðakona. Sveininn prýddi svo glugga verslunarinnar og fylgdist þannig með Seyðfirðingum í jólainnkaupunum.

Þessa dagana er sveinki hluti af jólasýningu Minjasafnsins sem ber einmitt heitið Jólagluggi verslunar Pálínu Waage en þar er búið að setja upp eftirlíkingu af búðarglugga þar sem til sýnis eru margvíslegar vörur úr þessari frægu verslun. 

 

Jlasveinn
Pallawaage

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér