Jóladagatal Minjasafnsins - 15. des

Mörgum finnst laufabrauð ómissandi með jólamatnum og sem snakk til að laumast í yfir hátíðirnar.

Laufabrauðið er arfleifð frá þeim tíma þegar mjöl var munaðarvara og reynt var að tryggja að allir fengju að minnsta kosti eina slíka köku á jólunum með því að fletja þær út næfurþunnar. Heimilisfólkið skar síðan falleg mynstur í kökurnar sem bætti upp yfir það hve matarlítil hún var og jók enn frekar á tilbreytinguna og hátíðleikann sem þeim fylgdu á jólahátíðinni. Brauðið ber þessi séríslenski siður bæði merki um útsjónarsemi og listsköpun íslenskrar alþýðu fyrr á tímum. 

Gripur dagsins er þessi vasahnífur sem var í eigu Vigfúsar Sigurðssonar frá Egilsstöðum í Fljótsdal. Algengt var að fólk notaði vasahnífa sína til að skera falleg mynstur í laufabrauð fyrir jólin. Kannski hefur þessi einhvern tíma verið notaður til að skera laufabrauð, hver veit. 

1567551

Meira um gripinn á Sarpi.

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér