Jóladagatal Minjasafnsins - 16. des

Gripi eins og þann sem er í glugga jóladagatalsins í dag þekkja eflaust margir. Þessi hefur sérstöðu fyrir þær sakir að hann var áður í eigu eins merkasta listamanns þjóðarinnar.

Gripi sem þessa þekkja margir undir nafninu englaspil. Þegar kveikt er á kertunum sem setja á í stjakana gerir hitinn frá þeim það að verkum að englarnir snúast og slást í bjöllurnar. Úr verður skemmtilegt sjónarspil og fallegur bjölluhljómur.

Þetta englaspil var áður í eigu Jóhannesar Kjarval listmálara og tilheyrir stóru safni af persónulegum munum listamannsins sem Minjasafnið varðveitir. 

 

1809042

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér