Jóladagtal Minjasafnsins - 23. des

Í glugga dagsins í gær var fjallað um jólahreingerninguna. Það er ekki bara útbreiddur siður að þrífa hús og híbýli hátt og lágt heldur er líka mikilvægt að huga að persónulegu hreinlæti áður en klukkurnar hringja inn jólin. 

Jólabaðið er ákveðinn hluti af jólahreingerningunni og sjá má á tölum frá vatnsveitum að mjög margir velja að baða sig seinnipartinn á aðfangadag. 

Gripurinn í glugga dagsins tengist persónulegu hreinlæti en er frá þeim tíma þegar það var aðeins meira mál að fara í bað en það er í dag. Gripurinn er baðker úr timbri með niðurfallsopi í öðrum endanum. Engin eru þó blöndunartækin og því þurfti að bera heitt vatn í kerið. 

1439516

Meira um gripinn á Sarpi

Sjáðu hvað leynist í öðrum gluggum jóladagatalsins með því að smella hér