Jóladagatal Minjasafnsins - 24. desember

Aðfangadagur jóla er genginn í garð og þar með opnast síðasti glugginn á jóladagatali Minjasafnsins. 

Þar leynist þetta fallega heimasmíðaða jólatré sem hefur verið skreytt með efnivið úr náttúrunni eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Uppruna jólatrésins má rekja langt aftur í aldir en í dag eru jólatré ómissandi þáttur í jólahaldi flestra. Hér má lesa ýtarlegri fróðleik um jólatrén og þennan merkilega sið.

Um leið og við þökkum þér fyrir að fylgjast með jóladagatali Minjasafnsins óskum við þér og þínum gleðilegra jóla.

20161222 Jolakvedja