Skip to main content

Kjarval

Á Minjasafni Austurlands er varðveitt stórt safn persónulegra muna Jóhannesar Sveinsson Kjarvals listmálara auk þess sem Minjasafn Austurlands hefur umsjón með sumarhúsi listamannsins í Hjaltastaðaþinghá. Í heimsókinni fá nemendur fræðslu um listamanninn, verk hans og tengsl við Austurland og sýndir eru gripir sem bera vitni um listsköpun hans og lífstíl. 

Í tengslum við heimsóknina er tilvalið að glugga í barnabókina Kjarval - málarinn sem fór sínar eigin leiðir þar sem fjallað er um ævi og störf listamannsins á aðgengilegan hátt. Bókin geymir m.a. myndir af fjölmörgum gripum sem varðveittir eru á Minjasafni Austurlands og þá má einnig skoða á vefsýningunni Kjarval - gripirnir úr bókinni á Sarpi. 

Þá er vert að vekja sérstaka athygli á námsefninu Kjarval í hugsun og verki: verkefnahefti fyrir myndlistarkennara þar sem finna má verkefni fyrir öll stig grunnskólans sem tilvalið er að tvinna saman við heimsókn á safnið. 

Einnig bendum við á fræðslumyndbönd sem Listasafn Reykjavíkur hefur gert um nýlegar sýningar safnsins á verkum Kjarvals, annars vegar Hér heima og hins vegar Að utan.