Skip to main content

Kraftaverk Austfirskra kvenna

13. nóvember 2012
Myndbandið Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna fæst nú hjá Minjasafninu á Austurlandi á Egilsstöðum. Á þessum mynddisk eru 12 tegundir hannyrða kynntar með stuttum myndbrotum, þar sem sést hvaða áhöld þarf, handbragð og að lokum fullunnin afurð. Ráðist var í gerð þessa disks í framhaldi af sýningu Minjasafns Austurlands með sömu yfirskrift, sem sett var upp sumarið 2012 og mun standa eitthvað fram á haustið. Myndbandið var unnið í samstarfi við hannyrðafólk á Egilsstöðum.

Mynddiskurinn er til sölu í safnbúð Minjasafnsins á opnunartíma safnsins. Áhugasamir geta einnig hringt í Minjasafnið í síma 4711412.

Sýningin Kraftaverk Austfirskra kvenna sýna tímana tvenna er sett upp til heiðurs þeim konum sem áður fyrr unnu falleg verk með fjölbreytilegum aðferðum og oft við erfiðar aðstæður.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...