Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrk

10. mars 2013
Minjasafnið var meðal styrkhafa þegar Menningarráð Austurlands úthlutaði verkefnisstyrkjum á Hótel Framtíð á Djúpavogi föstudaginn 8. mars. Mörg og ólík verkefni hlutu styrk en veður og ófærð hamlaði því miður að allir styrkþegar gætu verið við athöfnina. Á eftir úthlutun voru kaffiveitingar í boði í Löngubúð og safn Ríkarðs Jónssonar skoðað. Minjasafnið þakkar Djúpavogi fyrir gestrisnina og Menningarráði fyrir veittan styrk. Framundan er svo að þróa verkefnið sem fékk styrk, sem er enn á frumstigi en mun fela í sér sýningu og dagskrá sem kallar á þátttöku margra og ólíkra aðila um allt Austurland.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...