Úr starfinu

Vetrartíminn er fyrst og fremst nýttur til starfa sem ekki gefst tími til að sinna að sumrinu þegar sýningahald og móttaka ferðamanna tekur drýgsta tímann. Safnverðir Minjasafnsins hafa af vandvirkni og eljusemi unnið mikið verk í vetur við að skrá og ganga frá munum safnsins. Ein afhending sem safninu barst nú í vetur voru munir úr fórum Ástu Aðalheiðar Erlendsdóttur og bróður hennar Jóns Kristbers frá Halagerði í Fáskrúðsfirði, og er skráningu, ljósmyndun og merkingum á þessum hlutum að verða lokið.