Heilög Barbara komin austur aftur

Keyrt inn í Fljótsdal í dag í glampandi sólskini svo landið var skínandi bjart og fagurt.

Nathalie Jacquement forvörður á Þjóðminjasafni Íslands kom austur færandi hendi til Skriðuklausturs, nánar tiltekið með styttuna af heilagri Barböru og fleiri dýrgripi sem fundust í uppgreftrinum á Skriðuklaustri og verða til sýnis á Skriðuklaustri í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds frá og með 1. maí. Sýningin er þess virði að skoða hana enda um merka forngripi að ræða og á örugglega eftir að vekja verðskuldaða athygli í vor og sumar. Sýningarlok eru í haust en nánari upplýsingar gefur Gunnarsstofnun. (Sjá um styttuna af heilagri Barböru á vefsíðu Þjóðminjasafnsins.)

Mynd: skriduklaustur.is