Minjasafn Austurlands í flokki viðurkenndra safna

Minjasafn Austurlands er meðal þeirra 39 safna sem ráðherra hefur veitt "viðurkenningu", skv. tillögu safnaráðs, sbr. ákvæði nýrra safnalaga þar um. Á heimasíðu safnaráðs segir í tilkynningu: "Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 18. desember 2014 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 39 söfnum viðurkenningu." Sjá nánar hér.