Það bætist í sarpinn

Söfn í landinu, Minjasafnið þar á meðal, eru nú að vinna að birtingu skráninga í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi á vefnum svo almenningi gefist kostur á að skoða safnkost þeirra á netinu í máli og myndum. Minjasafn Austurlands er að vinna með sína skráningu með birtingu á vefnum í huga og eru skráningar á munum og myndir af þeim saman að tínast inn í vefbirtingarformið. Skráðir gripir á Minjasafninu eru rúmlega tíu þúsund þannig að allnokkurt safn gripa verður aðgengilegt til skoðunar á veraldarvefnum þegar búið verður að koma þessum skráningum öllum á vefinn.

Almenningur er hvattur til að nýta sér þessa nýju leið aðgengis að menningararfinum með því að fara á slóðina www.sarpur.is