Skip to main content

Það bætist í sarpinn

06. maí 2014
Söfn í landinu, Minjasafnið þar á meðal, eru nú að vinna að birtingu skráninga í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi á vefnum svo almenningi gefist kostur á að skoða safnkost þeirra á netinu í máli og myndum. Minjasafn Austurlands er að vinna með sína skráningu með birtingu á vefnum í huga og eru skráningar á munum og myndir af þeim saman að tínast inn í vefbirtingarformið. Skráðir gripir á Minjasafninu eru rúmlega tíu þúsund þannig að allnokkurt safn gripa verður aðgengilegt til skoðunar á veraldarvefnum þegar búið verður að koma þessum skráningum öllum á vefinn.

Almenningur er hvattur til að nýta sér þessa nýju leið aðgengis að menningararfinum með því að fara á slóðina www.sarpur.is

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...