Ný grunnsýning

Minjasafn Austurlands býður til opins húss laugardaginn 6. júní 2015 kl. 13:30 í tilefni nýrrar grunnsýningar safnsins  sem ber heitið "Hreindýrin á Austurlandi." Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

 

Sýningarhönnuður: Björn G. Björnsson

Meginsamstarfsaðili: Náttúrustofa Austurlands / Skarphéðinn G. Þórisson.

Stærsti styrktaraðili: Vinir Vatnajökuls.

Sýningin er helguð minningu Helga Valtýssonar rithöfundar og Eðvarðs Sigurgeirssonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem með ferðum sínum á hreindýraslóðir í Kringilsárrana árin 1939–1944 opnuðu augu Íslendinga fyrir tign og lífsbaráttu hreindýranna.

Þakkir fyrir veitta styrki fá:
Vinir Vatnajökuls
Safnasjóður
Menningarráð Austurlands
Landsvirkjun
Alcoa
Samstarfsaðilar/stofnanir, hönnuðir og fyrirtæki sem lögðu sýningunni til sýningarefni og ýmsa aðstoð:
Náttúrustofa Austurlands
Umhverfisstofnun á Egilsstöðum
Kvikmyndasafn Íslands
Minjasafn Akureyrar
Ljósmyndasafn Austurlands
Lifandi Uppstoppun / Reimar Ásgeirsson
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Umhverfisráðuneytið
Náttúrufræðistofnun Íslands
Sagnabrunnur
Tókatækni
Lára Garðarsdóttir
Signý Ormarsdóttir
Ágústa Margrét Arnardóttir / Arfleifð

 

Ljósmyndir á sýningunni af hreindýrum í náttúru Austurlands tók Skarphéðinn G. Þórisson.
Annað myndefni á sýningunni, nýtt og eldra var fengið úr ýmsum áttum, sjá nánar í sýningargögnum á staðnum.

Munir á sýningunni koma úr fórum safnsins og frá einstaklingum, sveitarfélagi og stofnunum.

Þýðendur sýningartexta á ensku eru Anna Yates og Katrina Downs-Rose.

Minjasafn Austurlands þakkar öllum þeim sem studdu verkefnið og lögðu því lið.