Skip to main content

Ný grunnsýning

01. júní 2015

Minjasafn Austurlands býður til opins húss laugardaginn 6. júní 2015 kl. 13:30 í tilefni nýrrar grunnsýningar safnsins  sem ber heitið "Hreindýrin á Austurlandi." Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

 

Sýningarhönnuður: Björn G. Björnsson

Meginsamstarfsaðili: Náttúrustofa Austurlands / Skarphéðinn G. Þórisson.

Stærsti styrktaraðili: Vinir Vatnajökuls.

Sýningin er helguð minningu Helga Valtýssonar rithöfundar og Eðvarðs Sigurgeirssonar ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns, sem með ferðum sínum á hreindýraslóðir í Kringilsárrana árin 1939–1944 opnuðu augu Íslendinga fyrir tign og lífsbaráttu hreindýranna.

Þakkir fyrir veitta styrki fá:
Vinir Vatnajökuls
Safnasjóður
Menningarráð Austurlands
Landsvirkjun
Alcoa
Samstarfsaðilar/stofnanir, hönnuðir og fyrirtæki sem lögðu sýningunni til sýningarefni og ýmsa aðstoð:
Náttúrustofa Austurlands
Umhverfisstofnun á Egilsstöðum
Kvikmyndasafn Íslands
Minjasafn Akureyrar
Ljósmyndasafn Austurlands
Lifandi Uppstoppun / Reimar Ásgeirsson
Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Umhverfisráðuneytið
Náttúrufræðistofnun Íslands
Sagnabrunnur
Tókatækni
Lára Garðarsdóttir
Signý Ormarsdóttir
Ágústa Margrét Arnardóttir / Arfleifð

 

Ljósmyndir á sýningunni af hreindýrum í náttúru Austurlands tók Skarphéðinn G. Þórisson.
Annað myndefni á sýningunni, nýtt og eldra var fengið úr ýmsum áttum, sjá nánar í sýningargögnum á staðnum.

Munir á sýningunni koma úr fórum safnsins og frá einstaklingum, sveitarfélagi og stofnunum.

Þýðendur sýningartexta á ensku eru Anna Yates og Katrina Downs-Rose.

Minjasafn Austurlands þakkar öllum þeim sem studdu verkefnið og lögðu því lið.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...