Skip to main content

Ný heimasíða

05. apríl 2016
Í dag var nýrri heimasíðu Minjasafns Austurlands formlega hleypt af stokkunum. Síðan hefur fengið nýtt útlit auk þess sem hún er nú "snjallsímavæn"  svo ekki ætti að vefjast fyrir fólki að skoða hana í símum og öðrum snjalltækjum. 

Sem fyrr verða á síðunni fluttar fréttir af daglegu starfi safnsins auk þess sem þar er að finna allar almennar upplýsingar um safnið, s.s. um opnunartíma, yfirstandandi sýningar og fyrri sýningar, ágrip af sögu safnsins, fundargerðir, árskýrslur og ársreikninga svo fátt eitt sé nefnt. Enn á eftir að setja nokkuð af efni inn á síðuna en það verður gert smátt og smátt á næstu dögum og vikum.

Síðan var hönnuð og uppsett af fyrirtækinu PES ehf á Egilsstöðum.

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...