Skip to main content

Líf og fjör á sýningaropnun

05. nóvember 2015
Það var heldur betur líf og fjör í Safnahúsinu í dag þegar 38 krakkar úr öðrum bekk í Egilsstaðaskóla mættu á opnun sýningarinnar um Nálu.

Heimsóknin hófst á því að þau hlustuðu á söguna Nála - Riddarasaga en sýningin er byggð á henni. Síðan teiknuðu þau listaverk á refilinn langa, bjuggu til alls konar mynstur og þeystust svo á milli hæða í ratleiknum góða og fræddust í leiðinni um hreindýr, gamla tíma og Sigfús Sigfússon. Að lokum gæddu þau sér síðan á piparkökum og safa. Sannarlega skemmtileg heimsókn.

Nala Opnun3
Nala Opnun5
Nala Opnun6
Nala Opnun10
Nala Opnun11
Nala Opnun1
Nala Opnun4
Nala Opnun2

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...