Skip to main content

Minjasafnið hlýtur styrk

10. júní 2016
Minjasafnið hlaut í gær styrk úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls. Styrkurinn fer í þátttöku safnsins í norsk/íslenska verkefninu Fest Tråden.

Fest Tråden snýst um að rannsaka útsaum kvenna á Austurlandi og í Vesterålen í Noregi. Listakonan Ingrid Larsen dvaldi á Egilsstöðum í vor og tók viðtöl við fimm konur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa stundað listina að sauma út. Fyrr í vetur tók Ingrid viðtöl við jafnmargar konur í Vesterålen. Ingrid mun rannsaka og bera saman útsaum kvenna á báðum stöðum og skoða hvaða þýðingu þetta tjáningarform hafði fyrir konurnar sem það stunduðu. Styrkurinn verður nýttur til að setja upp sýningu þar sem niðurstöðum Ingridar verður miðlað. 

Nágrannar okkar á Héraðsskjalasafni Austfirðinga hlutu hæsta styrkinn úr sjóðnum að þessu sinni. Styrkurinn verður nýttur til að koma öllu hljóð- og myndbandsefni safnsins yfir á stafrænt form. Við óskum þeim og öðrum styrkþegum til hamingju með styrkina.  

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...