Skip to main content

17. júní - Ný sýning og opið hús

16. júní 2016

Venju samkvæmt verður opið hús á Minjasafninu á þjóðhátíðardaginn og ókeypis aðgangur að sýningum.

Gestum gefst kostur á að skoða sýningarnar Hreindýrin á Austurlandi, Sjálfbær eining, 20 ár í Safnahúsi og "Brostu þá margir heyranlega" sem er sýning um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara frá Eyvindará.

Klukkan 16:00 bjóðum við síðan til opnunar nýrrar sýningar í Sláturhúsinu. Þar er um að ræða sýninguna Fjöllistamaður í fjallasal sem er tileinkuð Jóni A. Stefánssyni frá Möðrudal og er afrakstur samstarfs Minjasafnsins, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Auk þess að vera bóndi í Möðrudal var Jón A. Stefánsson (1880-1971) mikill hagleiks- og listamaður, málaði málverk, skar út í tré, spilaði á orgel, samdi lög og söng. Frægastur er hann þó fyrir að hafa byggt Möðrudalskirkju og málað altaristöfluna sem í henni er en kirkjuna byggði hann til minningar um konu sína, Þórunni Oddsen. Á sýningunni verður leitast við að draga upp mynd af þessum merka alþýðulistamanni. Þar verða til sýnis málverk og útskornir munir eftir Jón auk þess sem hægt verður að hlusta á tónlist og annað hljóðefni og skoða ljósmyndir og skjöl tengd Jóni. Fjölmargir einstaklingar lánuðu listaverk á sýninguna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði. 

Hlökkum til að sjá ykkur - Gleðilega þjóðhátíð!

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...