Skip to main content

Fjöllistamaður í fjallasal

21. júní 2016

Fjölmenni var viðstadd opnun nýrrar sýningar Minjasafnsins, Héraðsskjalasafnsins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

sem opnuð var á þjóðhátíðardaginn í Sláturhúsinu. Sýningin, sem ber heitið Fjöllistamaður í fjallasal, er tileinkuð Jóni A. Stefánssyni (1880-1971) frá Möðrudal og er samstarfsverkefni áðurnefndra stofnanna.

 

Auk þess að vera bóndi í Möðrudal var Jón mikill hagleiks- og listamaður, málaði málverk, skar út í tré, spilaði á orgel, samdi lög og söng. Frægastur er hann þó fyrir að hafa byggt Möðrudalskirkju og málað altaristöfluna sem í henni er en kirkjuna byggði hann til minningar um konu sína, Þórunni Oddsen. Á sýningunni eru til sýnis málverk og útskornir listmunir eftir Jón, hægt er að hlusta á viðtal við Jón og frásagnir tengdar honum að ógleymdum söng hans og hljóðfæraleik. Þá gefst gestum kostur á að skoða ljósmyndir og skjöl tengd Jóni og úr eigu hans. 

Íris Lind Sævarsdóttir, listakona og afkomandi Jóns, veitti listræna ráðgjöf við uppsetningu sýningarinnar og hún teiknaði einnig Möðrudalskirkju á glugga sýningarsalarins. Einhverju sinni var Jón spurður að því h ver hefði gert uppdrátt að kirkjunni. Þá svaraði Jón: „Það hefir enginn gjört, ég hefi bara hugsað mér hana svona. Þegar búið er að fullgera hana, getið þið tekið ljósmynd af henni, ef þið viljið, og haft hana fyrir uppdrátt.“ Segja má að nú sé uppdrátturinn loksins kominn. 

Fjölmargir einstaklingar lögðu aðstandendum sýningarinnar lið með því að lána málverk, gripi og ljósmyndir. Eru þeim öllum færðar miklar þakkir. 
Sýningin var styrkt af Uppbygginarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði. Hún er opin alla daga frá 13:00-17:00 fram til 30 september. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá opnuninni. 

20160621 Fjllistamadur10
20160621 Fjllistamadur5
20160621 Fjllistamadur8
20160621 Fjllistamadur3
20160621 Fjllistamadur9
20160621 Fjllistamadur1
20160621 Fjllistamadur2
20160621 Fjllistamadur4
20160621 Fjllistamadur6
20160621 Fjllistamadur7

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...