Skip to main content

Fornleikar Minjasafnsins

11. júlí 2016

Stórkostleg tilþrif sáust á fornleikum Minjasafnsins sem fram fóru í Tjarnargarðinum síðastliðinn laugardag.

Leikarnir voru liður í Sumarhátíð UÍA og fóru fram undir dyggri stjórn Michelle Lynn Mielnik. Þátttakendum gafst kostur á að prófa margvíslega gamla leiki og þrautir sem reyndu bæði á styrk, liðleika, snerpu og útsjónarsemi. Sumir brutu heilann yfir refskák og myllu á meðan aðrir reyndu með sér í hornskinnu eða prófuðu að sækja smjör í strokkinn. Einnig mátti sjá fólk stökkva yfir sauðalegga, reisa horgemling og spyrja völur spurninga svo fátt eitt sé nefnt. Myndir segja meira en mörg orð: 

 

(Ljósmyndarar: Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Gunnar Gunnarsson). 

20160711 Fornleikar 1
20160711 Fornleikar 2
20160711 Fornleikar 3
20160711 Fornleikar 5
20160711 Fornleikar 6
20160711 Fornleikar 8
20160711 Fornleikar 9
20160711 Fornleikar 10
20160711 Fornleikar 11
20160711 Fornleikar 12
20160711 Fornleikar 12
20160711 Fornleikar 4

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...