Skip to main content

Sumarsýning: Þorpið á Ásnum

18. júní 2017

Um þessar mundir eru 70 ár frá því að Egilsstaðahreppur var formlega stofnaður og þéttýli tók að myndast við Gálgaás.

Af því tilefni hafa Minjasafn Austurlands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga tekið höndum saman og sett upp sýningu sem ber heitið Þorpið á Ásnum. 

 

Sýningin var opnuð í Sláturhúsinu á 17. júní að viðstöddu fjölmenni og við sama tilefni voru tvær aðrar sýningar opnaðar í húsinu. Annars vegar sýningin Amma sem er textílinnsetningu Guðnýjar G. H. Marinósdóttur byggð á lífshlaupi föðurömmu hennar, Guðnýjar Einarsdóttur og hins vegar sýningin Fædd í Sláturhúsinu sem er samsýning níu listamanna frá fjórum löndum.

Á sýningunni Þorpið á Ásnum eru til sýnis  ljósmyndir, skjöl, munir, hljóð- og myndefni sem allt tengist þéttbýlinu á Egillsstöðum á einn eða annan hátt. Sýningunni er ekki ætlað að vera tæmandi saga Egilsstaða heldur hafa skipuleggjendur dýft hendinni ofan í minningakistuna og dregið upp hluti sem eru til þess fallnir að vekja upp minningar hjá eldri kynslóðinni. Um leið vonumst við til að tækifæri skapist fyrir þá sem yngri eru til að fræðast um þá sem á undan þeim gengu um götu bæjarins. 

Perla Sigurðardóttir hjá PES ehf sá um hönnun og uppsetningu sýningarinnar en Fljótsdalshérað styrkti verkefnið. 

Sýningin verður opin á opnunartíma Sláturhússins fram til 15. september. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnuninni. 

IMG 0821
2017 06 17 Syningarop
2017 06 17 1
2017 06 17 2
2017 06 17 3
2017 06 17 4
2017 06 17 5
2017 06 17 Syningaropn

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...