Skip to main content

Árleg bókavaka

30. nóvember 2017

Hin árlega bókavaka Safnahússins var haldinn í dag.

Á vökunni var austfirsk útgáfa í öndvegi og lesið upp úr bókum sem koma út á Austurlandi eða tengjast Austurlandi á annan hátt. Eins og undanfarin ár kenndi ýmissa að grasa. Meðal annars var lesið upp úr bókum Jónasar Reynis Gunnarssonar, Millilendingu, Leiðarvísi um þorp og Stór olíuskip sem koma út hjá Partus, sagt var frá bókunum sem Bókaútgáfan Bókstafur á Egilsstöðum gefur út fyrir þessi jól, lesið upp úr ljóðabókum sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefa út í ár, fjallað um bókina Vallarstjörnur eftir Helga Hallgrímsson sem Glettingur gefur út og bókina Ertu vakandi herra Víkingur eftir Stefaníu G. Gísladóttur svo fátt eitt sé nefnt.  Vakan var vel sótt og gestir nutu upplestranna með kaffi og piparkökum. 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...